Víkingur er komið í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur gegn Fylki í kvöld.
Valdimar Þór Ingimundarson er uppalinn Fylkismaður en hann skoraði fyrsta markið í kvöld gegn sínum gömlu félögum. Hann sá til þess að Víkingur var með 1-0 forystu í hálfleik.
Valdimar Þór Ingimundarson er uppalinn Fylkismaður en hann skoraði fyrsta markið í kvöld gegn sínum gömlu félögum. Hann sá til þess að Víkingur var með 1-0 forystu í hálfleik.
Fylkir skoraði sjálfsmark snemma í seinni hálfleikk og Nikolaj Hansen og Aron Elís Þrándarson skoruðu sitt markið hvor. Fylkir skoraði einnig í seinni hálfleik en þar var Þórður Ingi Ingimundarson, bróðir Valdimars á ferðinni, og leiknum lauk með 4-1 sigri Víkings.
Víkingur mætir annað hvort Stjörnunni eða KR í úrslitum. Úrslitaleikurinn fer fram í febrúar/mars á næsta ári. Víkingur er ríkjandi meistari en liðið vann mótið í annað sinn í fyrra.
Leik loklð hér í Hamingjunni með 4-1 sigri okkar Víkinga. Mörkin skoruðu Valdimar Þór Ingimundarson (1-0). Fylkismenn skoruðu svo sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks (2-0) og svo bættu Nikolaj Hansen og Aron Elís Þrándarson við sínu markinu hvor. 4-1 lokastaðan. Takk. ?????? pic.twitter.com/h6WTRgyBhG
— Víkingur (@vikingurfc) December 17, 2025
Athugasemdir


