Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mið 17. desember 2025 21:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Strasbourg
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic leikur á morgun lokaleik sinn með Breiðabliki en hann er þegar búinn að semja við Grindavík um að spila með liðinu á komandi tímabili. Damir er næstleikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks og hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með liðinu.

Breiðablik mætir Strasbourg á útivelli í Sambandsdeildinni annað kvöld og ræddi Damir við Fótbolta.net fyrir leikinn.

„Þetta leggst virkilega vel í mig, við æfðum á vellinum áðan, geggjaður völlur sem skítlúkkar og grasið glænýtt, tveggja vikna gamalt."

„Ég veit að það eru nokkrir af mínum mönnum í Chelsea í Strasbourg, Ben Chilwell t.d., og á pappír er þetta helvíti gott lið. Ég hef ekki fylgst mikið með þeim, hef bara séð nokkur vídeó af þeim á Youtube og þeir líta helvíti vel út."

„Við þurfum bara að vera við sjálfir, spila okkar leik. Þeir verða sennilega aðeins meira með boltann en við, en við förum í alla leiki til að reyna vinna. Vonandi gefum við þeim bara góðan leik. Eðlilega munum við á einhverjum tímapunkti liggja aðeins til baka, það eru geggjaðir leikmenn í þessu öfluga liði,"
segir Damir sem er stuðningsmaður Chelsea. Hann býst við allt öðruvísi leik en gegn Shamrock Rovers á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag.

Hvernig er að fara inn í lokaleikinn með Breiðabliki?

„Það er smá erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Ég bjóst við því að klára ferilinn hér, en því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað og það er bara gott og blessað."

Er einhver gulrót að enda þetta með leik í Sambandsdeildinni þar sem með sigri er möguleiki á umspilssæti?

„Nei, eiginlega ekki af því ég er ekkert hættur í fótbolta eftir þennan leik. Það hefði verið geggjað fyrir mig að hætta með Blikum þegar ég hefði ákveðið að hætta í fótbolta."

Damir lék ekki með Blikum fyrri part sumars þar sem hann spilaði í Brúnei fyrri part árs. Hann kom til baka í glugganum.

„Árangurslega hefur þetta verið ágætt, við náðum sæti í Sambandsdeildinni en einhvern veginn virkaði þetta ekki heima í deildinni. Ég ætla ekki að segja vonbrigðatímabil, en við vildum gera betur," segir Damir.

Viðtalið má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner