Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   mið 17. desember 2025 20:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Álfukeppnin: Markvörður PSG fór á kostum og varði fjögur víti
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
PSG vann Álfukeppnina í kvöld eftir sigur gegn brasilíska liðinu Flamengo eftir vítaspyrnukeppni.

Álfukeppnin var fyrst haldin í fyrra þar sem Real Madrid vann keppnina. Sex lið, eitt úr hverri heimsálfu, tók þátt á mótinu en það voru sigurvegarar Meistaradeildarinnar í hverri álfu.

PSG fór beint í úrslit en Flamengo spilaði tvo leiki til að vinna sér sæti í úrslitaleiknum sem fram fór í Katar í kvöld.

Khvicha Kvaratskhelia sá til þess að PSG var með forystuna í hálfleik en Jorginho, fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea, jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu.

PSG vann að lokum 2-1 i vítaspyrnukeppninni þar sem Matvey Safonov í marki PSG fór á kostum og varði fjórar vítaspyrnur.
Athugasemdir
banner
banner