Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 17. desember 2025 16:42
Fótbolti.net
U15 gerði jafntefli við Ítalíu
Fannar Karvel skrifar frá Englandi:
Mynd: Fannar Karvel
Mynd: Fannar Karvel
U15 karla gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik sínum á UEFA þróunarmótinu.

Fyrir leik fékk áhorfendahópurinn fréttir af því að scoutar enska sambandsins hefðu verið á síðasta leik liðsins og þeim hefði brugðið við mótstöðuna sem enska liðið fékk í byrjun fyrri hálfleiks og leikmenn Íslands mættu ganga stoltir af velli þrátt fyrir tapið, gott innlegg í daginn.

Ómar Ingi breytti liðinu mikið og allir leikmenn sem byrjuðu síðasta leik á bekknum voru í byrjunarliði í dag, allir nema Lárus markmaður sem meiddist í upphitun. Steindór Orri byrjaði því aftur þennan leik og nýtti tækifærið heldur betur.

Leikurinn byrjaði á svipuðum nótum og Englandsleikurinn, Ísland lág djúpt og keyrði hratt þegar færi gáfust. Eftir um 20 mínútna leik brast stíflan og framherji Parma, Vitali Lorenzo, kom boltanum í netið þrátt fyrir að Steindór markmaður hafi verið með fingur á honum. Eftir það var allt stál í stál, allt þar til fyrirliði Íslands, Guðmundur Þórðarson, skoraði beint úr aukaspyrnu skömmu fyrir hálfleik. Eftir markið kom Íslenska geðveikin upp í strákunum okkar og Ítalir urðu smeykir. Leikurinn opnaðist mikið, strákarnir okkar fengu meira pláss og börðu Ítalina neðar á völlinn. Seinni hálfleikur var á sömu leið þar sem mikil harka var orðin í leiknum og blóðheitir Ítalir fóru að láta fagnaðarlæti Íslendingana fara í taugarnar á sér sem endaði með ljótri tæklingu og beinu rauðu spjaldi á varnarmann Roma, Chieffallo Niccolo.

Ísland fékk nokkur tækifæri í uppbótartíma til að skora en allt kom fyrir ekki og jafntefli niðurstaðan á móti stórþjóðinni Ítalíu.

Aðdáendur Íslands, sem fyrir leik hefðu sennilega fagnað jafntefli, sátu eftir með pirring í æðum enda vel hægt að vinna þennan leik. Íslensku strákarnir sýndu þarna að þeir geta strítt hvaða þjóð sem er þegar hugarfarið er rétt!

Strákarnir fá núna tveggja daga hvíld fyrir lokaleikinn gegn Spáni og nýta pásuna m.a. til að fara í verslunarferð og keilu.
Athugasemdir
banner
banner
banner