Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
banner
   mið 17. desember 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir Ingi áfram í gríska bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos þegar liðið vann Kavala í fjórðu og síðustu umferð gríska bikarsins í dag.

Leiiknum lauk með 2-1 sigri Panathinaikos. Liðið endaði í 4. sæti og tryggði sér þar með sæti í átta liða úrslitum.

Levadiakos, lið Harðar Björgvins Magnússonar, fer einnig í átta liða úrslit en Volos, lið Hjartar Hermannssonar fer í umspil um sæti í átta liða úrslitum.

Næsti leikur Panathinaikos er á útivelli gegn PAOK í deildinni á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner