Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 17:39
Elvar Geir Magnússon
Bragi Karl skoraði gegn Rosenborg en FH beið lægri hlut
Byrjunarlið FH í dag.
Byrjunarlið FH í dag.
Mynd: FH
Bragi Karl Bjarkason skoraði fyrir FH.
Bragi Karl Bjarkason skoraði fyrir FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tapaði 1-3 fyrir Rosenborg í æfingaleik í dag. Bragi Karl Bjarkason, sem kom til FH frá ÍR í vetur, kom inn af bekknum hjá Hafnfirðingum og skoraði.

Spilað var á rennblautum velli á Marbella á Spáni en þar hefur rignt hressilega í dag og leikurinn fór aðeins seinna af stað en ráðgert hafði verið þar sem meta þurfti vallaraðstæður.

FH fékk dauðafæri til að skora fyrsta mark leiksins. Kjartan Kári Halldórsson slapp einn í gegn en Sander Tangvik í marki Rosenborgar sá við honum.

Rétt fyrir hálfleik náði Rosenborg að komast yfir og liðið bætti svo öðru marki við á 79. mínútu. Bragi minnkaði muninn á 84. mínútu en fyrir leikslok náði Rosenborg að innsigla sigurinn 3-1. Ísak Snær Þorvaldsson byrjaði á bekknum hjá norska liðinu.

Þetta var annar leikur FH á Marbella en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Vålerenga á mánudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner