Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 17:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH gerði jafntefli við Vålerenga á Marbella
Björn Daníel skoraði mark FH í leiknum.
Björn Daníel skoraði mark FH í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vålerenga 1 - 1 FH
1-0 Elias Sörensen ('36)
1-1 Björn Daníel Sverrisson ('52)

FH og norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga mættust í æfingaleik á Spáni í dag. Liðin eru þar að undirbúa sig fyrir komandi átök, tímabilið á Íslandi bytjar í byrjun apríl en deildin í Noregi byrjar viku fyrr.

Norska liðið komst yfir á 36. mínútu þegar Mees Rijks lagði upp á danska kantmanninn Elias Sörensen. Staðan var 1-0 fyrir Vålerenga í hálfleik en FH jafnaði á 52. mínútu.

Björn Daníel Sverrisson skoraði þá með hörkuskoti eftir undirbúning frá Arnóri Borg Guðjohnsen. Þeir sem sáu mark Björns Daníels vilja meina að skotstíllinn hafi svipað til aðstoðarþjálfarans, Kjartans Henrys Finnbogasonar, en Björn lét vaða með flatri rist af vítateigspunktinum.

Þess má geta að markið var þriðja mark Björns gegn Vålerenga á ferlinum. Hann skoraði gegn liðinu 2014 og 2016 sem leikmaður Viking í Noregi.

Fleiri urðu mörkin ekki, bæði lið fengu sín færi, norska liðið var ívið meira með boltann en úrslitin voru nokkuð sanngjörn.

Næsti leikur FH er á útivelli gegn Þór næsta laugardag í Lengjubikarnum.

Athugasemdir
banner