Joshua Kimmich leikmaður FC Bayern svaraði spurningum eftir 3-0 sigur gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Hann endaði leikinn með fyrirliðabandið eftir að Manuel Neuer fór meiddur af velli.
Framtíð Kimmich hefur verið afar umtöluð að undanförnu þar sem samningur hans við Bayern rennur út í sumar. PSG bauð honum samning í gær og hafa viðræður við Bayern gengið erfiðlega.
Þýska stórveldið hefur verið að reka á eftir Kimmich, það vill fá svar frá honum sem fyrst til að geta skipulagt sig fyrir sumarið.
„Planið mitt var að taka ákvörðun fyrir næsta landsleikjahlé en félagið vildi það ekki, sem ég get skilið. Ég mun taka ákvörðun bráðlega, í allra síðasta lagi fyrir landsleikjahléð."
05.03.2025 20:58
Eberl: Kimmich þarf að taka ákvörðun sem fyrst
Athugasemdir