Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Tíu Börsungar unnu í Lissabon- „Ég er ótrúlega stoltur“
Felix Zwayer dómari gaf Pau Cubarsi rautt spjald á 22. mínútu.
Felix Zwayer dómari gaf Pau Cubarsi rautt spjald á 22. mínútu.
Mynd: EPA
Raphinha skoraði eina mark leiksins.
Raphinha skoraði eina mark leiksins.
Mynd: EPA
Barcelona sigraði Benfica þrátt fyrir að vera manni færri frá 22. mínútu. Raphinha skoraði eina markið í Lissabon og Barcelona fer því heim til Katalóníu með forystu í einvíginu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu, að vinna þennan leik eftir að hafa verið tíu stærstan hluta leiksins. Þetta var virkilega góð frammistaða frá leikmönnum," sagði Hansi Flick, stjóri Barcelona.

Heimamenn í Benfica voru að sleppa í gegn þegar Pau Cubarsí braut af sér sem aftasti varnarmaður og fékk beint rautt spjald að launum á 22. mínútu.

Benfica fékk betri færi en Wojciech Szczesny átti stórleik á milli stanganna. Á 61. mínútu skoraði Raphinha svo laglegt mark þvert gegn gangi leiksins. Hann gerði vel að vinna boltann hátt uppi á vellinum og kláraði með frábæru skoti.

„Markvörðurinn okkar var algjörlega magnaður fyrir okkur. Við vörðumst vel sem ein heild og það er mikilvægast. Ég er ánægður með mína menn," sagði Flick.

Ronald Araujo kom af bekknum eftir rauða spjaldið og var Dani Olmo fórnað til að hægt væri að setja inn varnarmann. Olmo var augljóslega pirraður yfir því að vera tekinn af velli.

„Svona gerist. Ég þurfti að velja. Þetta hafði ekkert með hans frammistöðu að gera. Þetta var bara taktísk ákvörðun. Ég tel að við höfum tekið réttar ákvarðanir í leiknum," segir Flick.
Athugasemdir
banner
banner
banner