Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV var heilt yfir sáttur með leik sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í Vestmannaeyjum.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 1 Fjölnir
„Við erum algjörlega með þennan leik, og eigum að vinna hann. Það er okkar tilfinning strax eftir leik.'' sagði Kristján strax eftir leik.
„Svona hlutir geta alltaf gerst þegar maður er kominn svona framarlega með liðið, gerast smá mistök á miðjunni og allir frammi, skildum hafsentana svolítið tvo eftir varnarlausa. Þessir hlutir gerast og þeir kláruðu bara mjög vel. Við þurftum þá bara að bæta enn meira í og nýta allavega eitt færi til að ná í stig.'' sagði Kristján aðspurður um mark Fjölnis.
„Heilt yfir bara gott. En við þurfum að gera betur, fengum svona meiri sóknarþunga heldur en í fyrsta leiknum og litum aðeins betur út þannig, en vorum kannski of oft kærulausir í varnarleiknum.'' sagði Kristján að lokum um breytingarnar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Breiðablik.
Athugasemdir