Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. maí 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Conte með langan óskalista: Bara með 15 liðtæka menn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Antonio Conte hefur gert flotta hluti við stjórnvölinn hjá Tottenham og virðist leikmannahópurinn ánægður með stjórann sinn. Hann vill þó bæta leikmannahópinn sinn umtalsvert fyrir næstu leiktíð.


Tottenham á tvo mikilvæga stórleiki framundan í baráttunni um 4. sætið. Á morgun spilar liðið við topplið Liverpool og í næstu umferð er innbyrðisviðureign gegn erkifjendunum í Arsenal sem verma fjórða sætið sem stendur, með tveggja stiga forystu.

Sergio Reguilon, Oliver Skipp, Matt Doherty og Japhet Tanganga eru frá út tímabilið og því er Conte í vandræðum með að fylla í allar stöður í vörninni.

„Við erum ekki byrjaðir að spá í leikmannamarkaðinum í sumar. Við erum bara einbeittir að því að klára þetta tímabil á vellinum, svo getum við farið að huga að breytingum á leikmannahópinum," sagði Conte.

„Við erum að klára tímabilið með aðeins 15 liðtæka leikmenn og þess vegna væri ekki sniðugt að gefa frá mér óskalista með leikmönnum því það yrði virkilega, virkilega langur listi. Ástandið hjá okkur er ekki nógu gott."

Þrátt fyrir meiðslavandræði og þunnan hóp hefur Tottenham verið að ná fínum úrslitum enda með heimsklassaleikmenn á borð við Son Heung-min og Harry Kane innanborðs. Son er aðeins þremur mörkum frá Mohamed Salah í kappinu um markahæsta leikmann úrvalsdeildartímabilsins.

„Hann leggur gríðarlega mikið á sig á hverjum degi, hann hefur mikinn metnað og er fagmaður fram í fingurgóma. Hann er virkilega hæfileikaríkur og óeigingjarn fótboltamaður," sagði Conte þegar hann var spurður út í Son. Svo var hann spurður út í þarnæsta deildarleik gegn erkifjendunum í Arsenal sem verður spilaður 12. maí.

„Það verður frábær leikur fyrir okkur, ég mun hvetja strákana til að sýna kjark á boltanum og ekki vera hræddir við að pressa og finna lausnir til að sækja þrjú stig. Við erum sprelllifandi í baráttunni um Meistaradeildarsæti og hver einasti leikur út tímabilið gæti endað með að ráða úrslitum."

Tottenham er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 61 stig eftir 34 umferðir. Arsenal er með 63 stig.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner