Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. maí 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír byrjunarliðsmenn KR tæpir fyrir leikinn á morgun - „Alltaf smá púsluspil"
Kennie fék höfuðhögg í upphafi síðari hálfleiks gegn Val.
Kennie fék höfuðhögg í upphafi síðari hálfleiks gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þjálfarateymi KR
Þjálfarateymi KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson í dag. Þjálfari KR var spurður út í stöðu þeirra leikmanna sem meiddust í leiknum gegn Val fyrir sex dögum síðan. Framundan er leikur á móti KA sem situr í 2. sæti deildarinnar eftir þrjá leiki.

Atli Sigurjónsson þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik og þeir Kennie Chopart og Pálmi Rafn Pálmason fóru af velli snemma í seinni hálfleik. Þá tekur Grétar Snær Gunnarsson út leikbann þar sem hann fékk rautt spjald gegn Val.

„Það er ennþá smá óljós hvort Kennie og Atli verði með. Sjúkrþjálfararnir eru búnir að vera kíkja á þá og það er svona 50:50 hvort þeir nái að spila. Við erum í smá basli með það."

„Pálmi er smá lasinn núna og við eigum eftir að sjá hvort hann nái að æfa í dag en hann er betri í hnénu en hann var eftir síðasta leik,"
sagði Rúnar.

„Það styttist í Arnór [Svein Aðalsteinsson] en hann er ekki orðinn klár. Það er enn langt í Emil [Ásmundsson] og Flóka [Kristján Flóka Finnbogason]."

Sérðu fyrir þér eitthvað púsluspil á morgun?

„Nei nei, það er samt alltaf smá púsluspil að sjá hverjir eru frískastir og svona. Maður myndi vilja hafa alla heila og geta valið úr fleirum. Þeir strákar sem eru búnir að vera æfa með okkur erum við ánægðir með og þeim verður treyst fyrir verkefninu."

Er mikilvægi leiksins orðið meira eftir tapið á móti Val?

„Það eru allir leikir jafn mikilvægir. Það skiptir engu máli hvar þú ert í töflunni - þú þarft alltaf að reyna vinna fótboltaleiki. Ef þú ert í toppbaráttunni þá viltu vinna til að halda þér þar og ef þú ert í fallbaráttunni þá viltu vinna til að koma þér úr henni. Þetta er bara hluti af prógraminu að mæta í hvern einasta leik og reyna þitt besta. Stundum færðu eitthvað fyrir það og stundum ekki. Þetta snýst um að halda áfram að gera okkar besta og hafa trú á því sem við erum að gera. Ef menn leggja eins mikla vinnu á sig og þeir hafa gert í undanförnum leikjum þá hljótum við að uppskera einhvern tímann," sagði Rúnar.

Leikurinn á móti KA hefst klukkan 16:15 á morgun og fer fram á Meistaravöllum.
Athugasemdir
banner
banner