,,Þetta er virkilega mikill heiður og það er gaman að koma hingað og fá að æfa með strákunum," segir Þórarinn Ingi Valdimarsson en hann kemur inn nýr inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu á föstudag.
,,Ég á sá leikinn sem strákarnir spiluðu úti og þeir stóðu sig vel. Við eigum að vera sterkari en heima og mér líst ágætlega á þennan leik."
Þórarinn hefur byrjað tímabilið vel með Sarpsborg 08 í Noregi. Þar er Þórarinn kominn með fimm gul spjöld í fyrstu tólf leikjunum sem hann vill meina að sé frekar ósanngjarnt.
,,Þetta er kommaríki, það má ekki neitt," sagði Þórarinn léttur. ,,Ég spila eins og ég hef verið að spila hérna heima, ég er svolítið aggressívur. Þetta eru svolítið ódýr spjöld sem ég hef verið að fá, þetta hafa oft verið fyrsta brot."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir