banner
   lau 06. júní 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keown vill að bandið verði tekið af Aubameyang vegna óvissu
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, leggur það til að fyrirliðabandið verðið tekið af sóknarmanninum Pierre-Emerick Aubameyang ef hann skrifar ekki undir nýjan samning.

Hinn þrítugi Aubameyang hefur skorað 61 mark í 97 leikjum með Arsenal en hann á ár eftir af samningi sínum og getur farið frítt frá félaginu næsta sumar. Það eru áhyggjur af því að hann muni ekki skrifar undir nýjan samning.

Í viðtali við Talksport segist Keown búast við því að Gabonmaðurinn fari frá félaginu.

„Hann kemst næst Thierry Henry af þeim leikmönnum sem hafa spilað fyrir Arsenal. Félagið þarf að taka skjótar ákvarðanir og marka sér stefnu," segir Keown.

„Skilaboðin til leikmannsins þurfa að vera 'þú getur ekki verið fyrirliði ef það er óvissa í kringum framtíð þína'. Það má ekki vera þannig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner