sun 06. júní 2021 15:20
Aksentije Milisic
Van Dijk fer með á EM - „Liðið elskar nærveru hans"
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og hollenska landsliðsins, fer með hópnum á Evrópumótið sem hefst á næstu dögum.

Dijk fer þó ekki með sem spilandi leikmaður en hann verður með hópnum og í kringum þjálfarateymið.

Dijk hefur verið meiddur síðan í október árið 2020 og vonaðist Frank de Boer eftir því að hann yrði klár í mótið í sumar. Það er Dijk hins vegar ekki en Boer hefur samt sem áður tekið fyrirliðann með.

„Liðið elskar nærveru hans. Hann er svo mikilvægur fyrir hópinn og styður liðið. Hann hefur verið mikilvægur fyrir þetta lið í mörg ár," sagði de Boer.

Dijk spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2015 og hefur spilað 38 leiki fyrir landsliðið. Hann hefur hins vegar enn ekki spilaði með Hollandi á stórmóti og biðin verður því eitthvað lengri.
Athugasemdir
banner
banner
banner