Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. júní 2022 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búinn að vinna sinn fyrsta titil þó hann sé ekki formlega mættur
Galdur Guðmundsson.
Galdur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn bráðefnilegi Galdur Guðmundsson nýtti landsleikjagluggann til þess að fara til Parísar þar sem hann lék móti með U17 liði FC Kaupmannahafnar.

Galdur og félagar gerðu sér lítið, fóru alla leið á mótinu og tóku gullverðlaunin.

FC Kaupmannahöfn mætti Athletic Bilbao frá Spáni í úrslitaleiknum og hafði betur í úrslitaleiknum, 1-0.

FCK lagði Mónakó í átta-liða úrslitunum og Anderlecht frá Belgíu í undanúrslitunum.

Það er ekki amalegt fyrir Galdur að vera búinn að vinna sinn fyrsta titil með FCK Þegar hann er ekki enn formlega orðinn leikmaður félagsins.

Galdur, sem er 16 ára, hefur þegar gert þriggja ára samning við FC Kaupmannahöfn og fer til félagsins 1. júlí. Þangað til mun hann leika með Breiðabliki en hann gerði á dögunum sitt fyrsta mark í keppnisleik með meistaraflokki er hann skoraði gegn Val í Mjólkurbikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner