Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 06. júní 2022 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir af hverju Dean Martin er besti þjálfarinn
Lengjudeildin
Dean Martin, þjálfari Selfoss.
Dean Martin, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss er á toppnum í Lengjudeildinni og það er mikil jákvæðni í kringum liðið þessa stundina.

Dean Martin, þjálfari Selfoss, var gagnrýndur á síðasta tímabili þar sem liðið þótti ekki standa sig nægilega vel, en liðið hefur tekið miklum framförum núna.

Gary Martin, fyrirliði Selfoss, segir að Deano - eins og þjálfarinn er kallaður - sé langbesti þjálfari Lengjudeildarinnar. Í útvarpsþættinum Fótbolta.net útskýrði hann þá staðhæfingu sína nánar.

„Ef einhver annar þjálfari myndi koma á Selfoss þá myndu þessir ungu strákar aldrei fá tækifæri," sagði Gary.

„Hann fær þessa ungu leikmenn til að hafa trú og hann gefur þeim traust... það er eitt."

„Þú kemur líka á æfingar og það er allt planað í þaula. Hann er alltaf með það margar keilur að þú heldur að hann sé að fara að merkja leiðina frá Keflavík til Reykjavíkur. Völlurinn er þakinn keilum. Það er allt skipulagt og hann útskýrir allt mjög vel. Hann hjálpar öllum svo mikið."

„Ef leikmaður vill taka aukaæfingar, þá notar hann frítíma sinn í að hjálpa honum. Það er engin heppni að Gonzi er markahæstur í deildinni; á hverjum miðvikudagsmorgni í vetur var Deano að hjálpa honum. Hann fer með þig í ræktina klukkan sex á morgnana. Það er enginn annar þjálfari að gera það. Hann er frábær þjálfari og það er gaman að vinna með honum," sagði Gary.

Dean Martin hefur lengi verið á Íslandi, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari.
Útvarpsþátturinn - Ísland, þjálfaramál og Selfoss
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner