Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 06. júní 2022 17:14
Elvar Geir Magnússon
Yfir 4 þúsund miðar seldir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:45 hefst fyrsti heimaleikur Íslands í B-deild Þjóðadeildarinnar en leikið verður gegn Albaníu á Laugardalsvelli.

Rétt áðan fékk Fótbolti.net þær upplýsingar frá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, að búið væri að selja yfir 4 þúsund miða á leikinn.

Þegar fréttamaður Fótbolta.net mætti á Laugardalsvöllinn voru nokkrir í röð við miðasöluna að tryggja sér miða.

Búist var við um 3 þúsund manns á leikinn en miðasala hefur tekið þokkalegan kipp í dag. Fréttir af bjórsölu á leiknum spilar þar væntanlega eitthvað inn í.

Það viðrar vel fyrir fótboltaleik í Laugardalnum og hitinn er í kringum 11 gráðurnar.

Smelltu hér til að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu
Athugasemdir
banner