Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. júlí 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Voru að mæta í landsliðsferðir og voru búnar með peningana
Heimurinn er að breytast
Icelandair
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg.
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, var í áhugaverðu spjalli í síðustu viku þar sem hann fór yfir sinn feril í þjálfun og svo fór hann auðvitað yfir landsliðið.

Í þessu hlaðvarpi ræddi hann einnig um viðhorfsbreytinguna sem hefur verið í kvennaboltanum síðustu 10-15 árin sirka.

„Félögin eru orðin miklu meðvitaðri um að stelpur eiga bara að æfa eins og strákar, gera nákvæmlega sömu hluti. Þú kannski talar öðruvísi eða eitthvað svoleiðis, en stelpur eru alveg jafngóðar í því sem strákar geta gert,” segir Ási.

„Þú ert ekki lengur að horfa á æfingu þar sem 6. flokkur var á sama vellinum - stelpurnar öðru megin og strákarnir hinum megin - og strákarnir í geðveikum fótboltadrillum á meðan stelpurnar voru í stórfiskaleik. Það er ekki langt síðan það var. Sú viðhorfsbreyting skiptir miklu meira máli.”

Ási segir að afraksturinn sé farinn að sjást hjá okkar yngri leikmönnum sem eru sterkar tæknilega og öflugar taktískt.

Betri tækifæri
Heimurinn hefur breyst mikið á síðustu árum og kvennaboltinn er að vaxa á miklum hraða víða um heim.

„Þær eru afreksíþróttamenn. Tækifærin eru að verða meiri og meiri. Það eru miklu meiri möguleikar í því að þær geti lifað á þessu. Það er stór munur. Stelpur voru að koma í landsliðsferðir og þær voru búnar með peningana sína; þær voru að skrimta og fengu lélega þjónustu í félögunum sínum. Þá var alveg eins gott að vera bara heima.”

„Núna sér maður hvernig umgjörðin er orðin og tækifærin standa þeim til boða. Þess vegna þarf allur undirbúningur að vera þannig að þær hafi nákvæmlega sömu tækifærin og strákarnir… að þær hafi tólin til þess að fara þangað sem þær vilja fara. Þetta hefur breyst og félög á Íslandi eru farin að sinna þessu betur,” segir Ási.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að neðan þar sem Ási ræðir þetta nánar og svo ræðir hann auðvitað um landsliðið okkar. Evrópumótið er framundan og á liðið fyrsta leik gegn Belgíu á sunnudaginn.
Saga aðstoðarþjálfarans - Frá KF Nörd á Evrópumótið í Englandi
Athugasemdir
banner
banner
banner