Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 06. ágúst 2024 09:05
Elvar Geir Magnússon
Armenskir dómarar í Víkinni
Armenski dómarinn Ashot Ghaltakhchyan verður með flautuna þegar Víkingur tekur á móti Flora Tallinn frá Eistlandi í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudaginn.

Ghaltakhchyan er 32 ára og ekki með mikla reynslu af alþjóðlegri dómgæslu.

Allir aðrir í dómarateyminu eru einnig frá Armeníu fyrir utan annan aðstoðardómarann, Philippe Jeanne, sem er frá Frakklandi.

Það verður VAR dómgæsla í leiknum og Artem Gasparyan verður í hlutverki VAR dómara.

Leikurinn hefst klukkan 18:15 á fimmtudag en um er að ræða fyrri viðureign liðanna. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir svo annaðhvort Santa Coloma frá Andorra eða DK RFS frá Lettlandi.
Athugasemdir