Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   sun 06. september 2020 16:37
Helga Katrín Jónsdóttir
Andrea Mist: Við erum að fara að halda okkur upp í deildinni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH vann í dag góðan 4:2 sigur á KR í sannkölluðum botnbaráttuslag. Andrea Mist Pálsdóttir, leikmaður FH, var virkilega sátt með sigurinn:

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 KR

"Ég er mjög sátt með þetta. Við vorum búnar að ákveða að  koma sterkar til leiks eftir tapið í bikarnum sem var mjög súrt þar sem við vorum bara miklu betra liðið á vellinum. En við sýndum í dag að við erum með hörkulið og getum allt sem við ætlum okkur og skríðum upp töfluna hægt og rólega. Við erum að fara að næla í öll stig sem við getum og gott að byrja á þessum sigri í dag."

Hver var munurinn á þessum leik og tapinu gegn KR í bikarnum á fimmtudaginn síðasta? 

"Bara baráttuviljinn. Ég held að við höfum verið liðið sem vildi þetta meira í dag og það skilaði okkur þessum sigri."

Andrea skoraði lokamark FH í leiknum beint úr aukaspyrnu.

"Ég ætlaði bara að setja boltann á fjær en einhvern veginn endaði boltinn í netinu sem var bara virkilega gaman. Í síðustu leikjum hafa aukaspyrnunar ekki alveg farið eins og þær eiga að fara en það kom í dag svo ég er virkilega sátt."

Næsti leikur FH er gegn Fylki á miðvikudaginn næstkomandi. Hvað þarf liðið að gera til að tryggja sigur þar?

"Koma sterkar til leiks og ef við spilum eins og í fyrri hálfleik hér þá tökum við 3 stig úr þeim leik."

Viðtalið við Andreu Mist má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner