banner
   sun 06. september 2020 16:23
Arnar Helgi Magnússon
Kristján Guðmunds: Stelpurnar gerðu þetta mjög vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur eftir sigur sinna stelpna gegn Selfossi í Pepsi Max-deildinni. Leiknum lauk með 2-3 sigri Stjörnunnar.

„Ég er mjög stoltur af mínum stelpum. Þær gerðu þetta mjög vel. Við nýttum færin okkar vel í byrjun leiksins og það gaf okkur mikið sjálfstraust. Liðið spilaði góðan fótbolta."

Selfyssingar voru meira með boltann í síðari hálfleik en liðið náði ekki að finna glufur á þéttri vörn Stjörnunnar.

„Við vörðum vítateiginn okkar mjög vel í síðari hálfleik. Við vissum að það myndi koma áhlaup. Selfoss liðið er þekkt fyrir það að koma til baka og við vissum það. Þetta var mjög góður sigur."

„Ég var bara hræddur um að Selfoss gæti jafnað þetta á 94. mínútu eftir að þær skoruðu mark númer tvö. Ég var rólegur alveg fram að því.

Veðrið í dag hafði talsverð áhrif á leikinn. Mikil rigning var og með henni fylgdi þónokkur vindur.

„Það var vitað að veðrið myndi hafa áhrif á frammistöðu beggja liða og við undirbjuggum okkur eins vel undir það og mögulegt var,"

Næstu tveir leikir Stjörnunnar eru gegn Breiðablik og Val og er Kristján bjartsýnn fyrir þá leiki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner