Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 06. september 2020 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Spánverjar burstuðu Úkraínu - Jafnt í Sviss
Ramos skoraði tvennu.
Ramos skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Gundogan var á skotskónum fyrir Þýskaland en það dugði ekki til sigurs í Sviss.
Gundogan var á skotskónum fyrir Þýskaland en það dugði ekki til sigurs í Sviss.
Mynd: Getty Images
Þá er búið að flauta til leiksloka í öllum leikjum dagsins í Þjóðadeildinni.

Tveir leikir fóru fram í A-deild. Spánverjar áttu ekki í neinum vandræðum með Úkraínu og unnu 4-0. Ansu Fati varð yngsti markaskorari í sögu spænska A-landsliðsins og Sergio Ramos skoraði tvennu. Það er ekki til miðvörður sem er betri í að skora mörk en Ramos. Ferran Torres, nýr leikmaður Manchester City, skoraði síðasta mark Spánar í leiknum á 84. mínútu.

Spánn er á toppi riðilsins með fjögur stig. Úkraína er með þrjú stig og svo kemur Þýskaland með tvö stig. Þýskaland gerði jafntefli gegn Sviss á útivelli. Ilkay Gundogan kom Þjóðverjum yfir en Silvan Widmer jafnaði svo fyrir Sviss og lokatölur 1-1. Sviss er með eitt stig í riðlinum.

Rússar með fullt hús
Í B-deild eru Rússar með fullt hús. Þeir unnu Serbíu í fyrsta leik og fóru með sigur af hólmi gegn Ungverjalandi, 3-2, í kvöld. Rússar komust í 3-0 en Ungverjar sýndu karakter með að koma aðeins til baka í síðari hálfleiknum. Það var samt ekki nóg.

Ungverjar eru með þrjú stig en í þessum riðli 3 og Tyrkland og Serbía með eitt stig hvort eftir markalaust jafntefli í kvöld.

Finnar unnu sinn fyrsta sigur í Þjóðadeildinni í ár þegar þeir heimsóttu Íra. Fredrik Jensen skoraði eina mark leiksins um miðbik síðari hálfleik. Írar gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum gegn Búlgaríu og eru með eitt stig.

Slóvenar og Grikkir með sigra
Í C-deildinni var spilað riðli 3 í dag og þar unnu Slóvenía og Grikkland sína leiki.

Slóvenía, sem er frábæra markvarðarsveit, vann nauman sigur á Moldóvu þar sem Damjan Bohar skoraði eina markið í leiknum. Grikkland hafði betur gegn Kosóvó, 2-1, eftir að hafa komist 2-0 yfir í leiknum.

Slóvenía er með fjögur stig, Grikkland þrjú stig og bæði Moldóva og Kosóvó með eitt stig.

Jafnt hjá Möltu og Lettlandi
Í D-deildinni, þar sem Færeyingar eru að gera flotta hluti, gerðu Malta og Lettland 1-1 jafntefli. Lettland er með tvö stig og Malta eitt stig. Færeyingar eru á toppi þess riðils með fullt hús eftir tvo leiki.

A-deild:
Spánn 4 - 0 Úkraína
1-0 Sergio Ramos ('3 , víti)
2-0 Sergio Ramos ('29 )
3-0 Ansu Fati ('32 )
4-0 Ferran Torres ('84 )

Sviss 1 - 1 Þýskaland
0-1 Ilkay Gundogan ('14 )
1-1 Silvan Widmer ('58 )

B-deild:
Ungverjaland 2 - 3 Rússland
0-1 Anton Miranchuk ('15 )
0-2 Magomed Ozdoev ('33 )
0-3 Mario Fernandes ('46 )
1-3 Roland Sallai ('62 )
2-3 Nemanja Nikolics ('70 )

Írland 0 - 1 Finnland
0-1 Fredrik Jensen ('64 )

Serbía 0 - 0 Tyrkland
Rautt spjald: Aleksandar Kolarov, Serbía ('49)

C-deild:
Slóvenía 1 - 0 Moldóva
1-0 Damjan Bohar ('28 )

Kosóvó 1 - 2 Grikkland
0-1 Dimitris Limnios ('3 )
0-2 Dimitris Siovas ('51 )
1-2 Valon Berisha ('82 )

D-deild:
Malta 1 - 1 Latvia
1-0 Kyrian Nwoko ('15 )
1-1 Matthew Guillaumier ('25 , sjálfsmark)

Önnur úrslit:
Þjóðadeildin: Ungstirni Liverpool hetja Wales - Færeyjar með fullt hús
Athugasemdir
banner
banner
banner