Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   fös 06. september 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Heimir: England allt annað lið en 2016
Heimir Hallgrímsson spjallar við aðstoðarmann sinn, John O'Shea.
Heimir Hallgrímsson spjallar við aðstoðarmann sinn, John O'Shea.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Á morgun leikur Írland sinn fyrsta leik undir stjórn Heimis Hallgrímssonar þegar liðið fær England í heimsókn í Þjóðadeildinni.

Heimir er með reynsluna af því að vinna England en hann og Lars Lagerback stýrðu íslenska liðinu til sigurs gefgn því enska í 16-liða úrslitum Evrópumótsins 2016.

„Enska landsliðið er allt öðruvísi í dag en þá. Einstaklingsgæðin, tæknileg geta og hraðinn í liðinu er allt á hærra stigi en hjá liðinu sem við lékum gegn," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

„Maður fyrir mann, í níu af hverjum tíu skiptum, þá vinnur England okkur í níu af hverjum tíu skiptum. Þetta snýst um liðsheildina."

„England er að koma til baka úr góðu móti. Stærsti munurinn er sá að þeir voru saman í tvo mánuði á EM en við fengum þrjá daga til undirbúnings. Þeir koma hingað á flugi og eru með leikmenn sem spila í Meistaradeildinni í hverri leikviku."

Heimir rifjaði upp kvöldið í Hreiðrinu í Nice 2016 þar sem Ísland vann 2-1 sigur gegn Englandi.

„Við vorum einmitt að spjalla um þetta í bílnum á leiðinni hingað. Þetta var sérstakt kvöld. Allt sem við vildum gera heppnaðist, leikfræðilega, við nýttum tækifærin, vörðum markið. Ekkert gekk upp hjá Englandi, þetta var einn af þessum dögum," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner