Liverpool og Manchester City eru sögð fylgjast með Adam Wharton, miðjumanni Crystal Palace, fyrir möguleg kaup næsta sumar.
Manchester City hefur áhyggjur af því að missa Rodri en hann hefur verið orðaður við spænska stórveldið Real Madrid.
Þá hefur Liverpool verið að fylgjast með Wharton þar sem félagið hefur verið í leit að miðjumanni. Martin Zubimendi var efstur á óskalista félagsins í sumar en hann valdi að vera áfram hjá Real Sociedad.
Wharton er tvítugur miðjumaður sem Palace keypti frá Blackburn í febrúar fyrir um 20 milljónir punda.
Wharton hefur komið gríðarlega öflugur inn í liðið hjá Palace en hann var hluti af enska landsliðshópnum á Evrópumótinu í sumar.
Athugasemdir