Markvörðurinn Stefán Þór Ágústsson hefur framlengt samningi sínum við Val til næstu þriggja ára. Hann hefur varið mark liðsins í átta leikjum í Bestu deildinni í sumar.
Stefán sem er 24 ára gamall gekk til liðs við Val fyrir síðasta tímabil frá uppeldisfélagi sínu á Selfossi.
Stefán hefur staðið í marki Vals síðustu leiki en aðalmarkvörðurinn Frederik Schram er að glíma við meiðsli. Valur er á toppi Bestu deildarinnar.
„Það er frábært að framlengja við Stefán sem hefur vaxið og þroskast mikið hjá okkur í Val. Þrátt fyrir ungan aldur er hann með mikla reynslu og verður bara betri. Stefán er líka bara frábær drengur og liðsmaður. Það er mikill fengur fyrir okkur í Val að hafa Stefán hjá okkur næstu árin,“ segir Breki Logason formaður meistaraflokksráðs Vals á miðlum félagsins.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 20 | 9 | 6 | 5 | 36 - 31 | +5 | 33 |
5. FH | 21 | 8 | 5 | 8 | 39 - 33 | +6 | 29 |
6. Fram | 21 | 8 | 4 | 9 | 30 - 29 | +1 | 28 |
7. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
8. Vestri | 21 | 8 | 3 | 10 | 22 - 24 | -2 | 27 |
9. KA | 21 | 7 | 5 | 9 | 25 - 38 | -13 | 26 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 20 | 5 | 1 | 14 | 20 - 42 | -22 | 16 |
Athugasemdir