Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Guðjohnsen bræður vonast eftir því að spila saman - „Svipaðir en samt ósvipaðir“
Icelandair
Daníel Tristan og Andri Lucas á landsliðsæfingu í vikunni.
Daníel Tristan og Andri Lucas á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: KSÍ
Arnar Gunnlaugsson ræðir við Daníel.
Arnar Gunnlaugsson ræðir við Daníel.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Guðjohnsen bræðurnir Daníel Tristan og Andri Lucas eru í íslenska landsliðshópnum sem býr sig undir fyrstu leikina í undankeppni HM, gegn Aserbaídsjan og Frakklandi.

Þeir spjölluðu báðir við Fótbolta.net og var meðal annars rætt um þann möguleika að þeir gætu spilað saman inni á keppnisvellinum í fyrsta sinn.

Gaman fyrir okkur og fjölskylduna
Hvernig er fyrir Andra Lucas að taka á móti litla bróður í landsliðshópnum?

„Það er geggjað. Það er smá öðruvísi, maður er vanur því að vera með honum heima eða úti á sparkvelli. Þetta er ekki ósvipað og þegar ég og Svenni vorum saman í landsliðinu. Þá tók hann á móti mér. Nú er ég að taka á móti Daníel. Gaman fyrir okkur sem leikmenn og fyrir fjölskylduna," segir Andri en þegar hann sjálfur kom í landsliðið var eldri bróðir þeirra, Sveinn Aron Guðjohnsen, hluti af hópnum.

Andri er 23 ára en Daníel Tristan 19 ára. Þó þeir séu báðir sóknarmenn þá eru þeir ólíkir leikmenn að ýmsu leyti og ættu að vera blanda sem gæti virkað vel saman. Andri segir þá auðvitað vonast eftir því að spila saman á vellinum.

„Auðvitað. Ég tel að við séum nógu ósvipaðir leikmenn til að gera það svo það virki. Vonandi, það væri gaman fyrir okkur að upplifa það að fá að spila saman einhvern tímann," segir Andri.

„Ég er kannski aðeins meiri 'target' senter, hef gaman að því að fara í einvígi. Hann er meira 'flair', vill fá hann í lappir. Hann er kannski aðeins klókari í að finna svæði til að fá hann í lappir og snúa. Við erum svipaðir en samt ósvipaðir."

Hér að neðan má sjá viðtölin við Guðjohnsen bræðurna:
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Athugasemdir