Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 06:00
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - 12:45 Arnar Gunnlaugs og Hákon Arnar á fréttamannafundi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli annað kvöld, í sínum fyrsta leik í undankeppni HM.

Ísland leikur síðan gegn Frökkum á Prinsavöllum í París á þriðjudag í næstu viku. Fjórða liðið í riðlinum er svo Úkraína.

Leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur. Ísland setur stefnuna á annað sæti í riðlinum og lykilatriði í að ná því markmiði er að vinna Asera á heimavelli. Sigurliðið í riðlinum, sem allir búast við að verði Frakkland, fer beint á HM en liðið sem endar í öðru sæti kemst í umspil.

Aserbaídsjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 74. sæti

Klukkan 12:45 verður fréttamannafundur í Laugardalnum þar sem Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari og Hákon Arnar Haraldsson sem verður fyrirliði í komandi leikjum svara spurningum fjölmiðlamanna.

Fylgst verður með fundinum í beinni textalýsingu hér að neðan.

12:58
Beinskeyttur og stuttur fundur!
Fréttamannafundinum er lokið. Kári Snorrason var fréttamaður Fótbolta.net í salnum og hann skilar inn efni frá fundinum seinna í dag!

Takk fyrir að fylgjast með!

Eyða Breyta
12:57
Hákon ætlar að skora á morgun
Hákon talar um að hann sé í toppstandi og sé farinn að skora meira. Þá segir Arnar: "Þú átt eftir að skora fyrir mig!" og Hákon svarar brosandi: "Það kemur á morgun!"

Eyða Breyta
12:56
Arnar endurtekur orð sín frá síðasta blaðamannafundi að honum finnist að það megi alveg hringla með markvarðarstöðuna eins og aðrar stöður. Hún sé ekki heilög. Það er því alveg möguleiki á Elías og Hákon skipti leikjunum á milli sín miðað við þessi orð...

Eyða Breyta
12:55
Arnar er búinn að taka ákvörðun um hver verður í markinu
Gefur ekki upp nafnið. En segir að valið byggi á endanum á tilfinningu sinni.

Eyða Breyta
12:54
Þróunin á liðinu
Leikmenn hafa þurft að taka inn margar upplýsingar síðan Arnar tók við. "Auðvitað vill maður að þróunin sé hraðari en núna hefst alvaran og menn þurfa að skila á morgun. Mér finnst þetta vera á uppleið og tölfræðin bakkar það upp," segir Arnar og talar um að leikmenn séu meðtækilegir.

Eyða Breyta
12:52
Hákon hrósar vellinum
Segir hann samanburðarhæfan við bestu velli Evrópu eftir að hybridið var lagt á Laugardalsvöllinn.

Eyða Breyta
12:52
Arnar um mikilvægi þess að vinna leikinn
"Ég ætla ekki að segja að þetta sé upp á líf og dauða en það er nálægt því. Við erum með háa drauma og við ætlum að kýla á þetta. Þetta er 'must win' á morgun og það er pressa sem við eigum að setja á okkur. Við eigum að vinna þennan leik og við finnum hvernig umtalið er," segir Arnar.

Eyða Breyta
12:51
Skerpa á ákveðnum hlutum
Arnar talar um að liðið vilji skapa fleiri færi, fá fleiri leikmenn inn í teiginn og bæta ákvarðanatökurnar. Það þurfi að skerpa á þessum hlutum.

Eyða Breyta
12:50
Hákon um fyrirliðahlutverkið
"Fyrirliðahlutverkið er að venjast meira, maður lærir meira og lærir af eldri leikmönnum hvernig þetta virkar."

Eyða Breyta
12:49
Allir hrikalega ferskir
"Mér allir hrikalega ferskir, on it. Æfingarnar hafa verið stórkostlegar og völlurinn geggjaður. Mér finnst spennustigið vera rétt og ég hef rosalega góða tilfinningu fyrir þessum leik," segir Arnar.

Eyða Breyta
12:48
Arnar um mótherjana
"Þjálfarinn þeirra er gamall refur og mín reynsla af alþjóðlegum fótbolta er að þú þarft að fara í alla leiki af fullum hug, annars fer þetta illa. Það má ekki gerast."

Eyða Breyta
12:47
Búist við um 6 þúsund manns á leikinn
Ómar býður góðan daginn og nefnir að um 1800 mótsmiðar hafi verið seldir og að búist sé við um 6 þúsund manns á leiknum.

Eyða Breyta
12:46
Jæja menn eru mættir í salinn...
Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi er búinn að fá sér sæti undir stúku Laugardalsvallar ásamt Arnari Gunnlaugssyni landsliðsþjálfara og Hákoni Arnari Haraldssyni sem verður með fyrirliðabandið í leikjunum tveimur sem framundan eru.

(Þess má geta að Frakkar eru að vinna 66-34 í Eurobasketinu í hálfleik)

Eyða Breyta
12:39
Fundurinn handan við hornið
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson ljósmyndari var á æfigu íslenska liðsins í gær en hér má nálgast myndaveislu. Svona rétt á meðan við bíðum eftir fundinum.

Eyða Breyta
12:30
Fundurinn sýndur beint á Vísi
Vinir okkar á Vísi verða með fundinn í beinni útsendingu og hægt að horfa á hann með því að smella hér. Fundur hefst 12:45.

Eyða Breyta
12:25
Brekka hjá körfuboltalandsliðinu
Fótboltalandsliðið mætir Frökkum á þriðjudaginn og mun vonandi veita þeim meiri samkeppni en körfuboltalandsliðið er að gera á EuroBasket í þessum skrifuðu orðum... Frakkar eru að vinna Ísland þar 50-22 og ljóst að íslenska liðið fer sigurlaust heim frá mótinu.

Mynd: EPA


Eyða Breyta
12:20
Völlurinn frábær
Þetta verður fyrsti leikur karlalandsliðsins á nýjum Laugardalsvelli, en nýtt hybrid-gervigras var lagt fyrr á árinu.

„Hann er bara geggjaður. Maður hefur ekki séð Laugardalsvöllinn svona áður, en það verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður," segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson.

   03.09.2025 18:57
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður


Eyða Breyta
12:17
Verðum bara að vinna þennan leik
„Mér lýst mjög vel á þetta, toppaðstæður og það er mikil tilhlökkun í hópnum og við ætlum bara að vinna þennan leik," segir Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður en hann ræddi við Fótbolta.net í gær.

„Það er bara nokkuð augljóst að við ætlum að gerast eitthvað í þessum riðli og þá verðum við bara að vinna þennan leik."

Má búast við því að Aserar muni liggja til baka?

„Örugglega fyrirfram þá mætti búast við því en svo veit maður aldrei hvernig mómentið er í leiknum getur breyst og örugglega á einhverjum tímapunkti þá liggjum við til baka en við gerum ráð fyrir að vera meira með boltann en þeir."

   03.09.2025 16:00
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli


Eyða Breyta
12:16
Miðasalan
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Með því að smella á Laugardalsvöll kemstu inn á miðasöluvef KSÍ!


Eyða Breyta
12:13
Munu Guðjohnsen bræðurnir spila saman í fyrsta sinn?
Andri Lucas er 23 ára en Daníel Tristan 19 ára. Þó þeir séu báðir sóknarmenn þá eru Guðjohnsen bræðurnir ólíkir leikmenn að ýmsu leyti og ættu að vera blanda sem gæti virkað vel saman. Andri segir þá auðvitað vonast eftir því að spila saman á vellinum.

„Auðvitað. Ég tel að við séum nógu ósvipaðir leikmenn til að gera það svo það virki. Vonandi, það væri gaman fyrir okkur að upplifa það að fá að spila saman einhvern tímann," sagði Andri í viðtali við Fótbolta.net í gær.

„Ég er kannski aðeins meiri 'target' senter, hef gaman að því að fara í einvígi. Hann er meira 'flair', vill fá hann í lappir. Hann er kannski aðeins klókari í að finna svæði til að fá hann í lappir og snúa. Við erum svipaðir en samt ósvipaðir."

   04.09.2025 09:00
Guðjohnsen bræður vonast eftir því að spila saman - „Svipaðir en samt ósvipaðir“


Eyða Breyta
12:05
Hákon Arnar: Verðum að vinna ef við ætlum á HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Strákarnir ætla sér að vera með í veislunni í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Hákon Arnar Haraldsson verður með fyrirliðaband Íslands í leikjunum tveimur gegn Aserbaídsjan og Frakklandi. Hann er gríðarlega spenntur.

„Ég get eiginlega ekki beðið. Það eru loksins alvöru leikir sem skipta miklu máli. Við byrjum heima á móti Aserbaídsjan og ef við ætlum á HM, þá þurfum við að vinna það. Ég get ekki beðið eftir því að hitta strákana og byrja, sagði Hákon við Fótbolta.net og Livey á dögunum.

Strákarnir hafa verið á nýrri vegferð undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hákoni líst vel á það sem hefur verið að gerast.

„Mér líst mjög vel á þetta. Við spiluðum mjög flottan leik gegn Skotum en hefðum getað gert betur gegn Norður-Írum. Núna byrjar alvaran og menn verða að sýna hvað þeir geta. Við verðum að þjappa okkur saman og vinna Aserbaídsjan. Svo sjáum við hvað gerist gegn Frökkum. Mér líst mjög vel á þetta, öðruvísi áherslur. Ég er spenntur," sagði þessi öflugi leikmaður og bætti við:

„Arnar hefur komið mjög vel inn í þetta, hann er alvöru sigurvegari og sterkur karakter. Það er mjög gaman að vinna með honum. Vonandi förum við á HM."

Kom á óvart
Hákon segir að það hafi komið sér á óvart þegar Arnar tilkynnti honum að hann væri orðinn varafyrirliði liðsins. Orri Steinn Óskarsson og Hákon, gömlu liðsfélagarnir hjá FC Kaupmannahöfn, eru núna í fyrirliðahóp Íslands.

„Þetta kom á óvart. Ég bjóst ekki alveg við þessu strax. Við höfum náð einum glugga saman. Annað hvort er hann meiddur eða ég. Það er gaman að geta verið með góðvini sínum í svona hóp," segir Hákon en því miður meiddist Orri á dögunum og verður ekki með í þessum leikjum.

„Þetta er erfiður riðill sem við erum í. Ef við ætlum að gera eitthvað þá verðum við að vinna svona leiki heima," sagði Hákon um leikinn gegn Aserbaídsjan.

Eyða Breyta
11:59
Nýliðarnir tveir
Daníel Tristan Guðjohnsen og Gísli Gottskálk Þórðarson eru nýliðar í hópnum. Þeir spjölluðu báðir við Fótbolta.net í vikunni.

   03.09.2025 14:55
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill

   02.09.2025 19:20
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður


Eyða Breyta
11:57
Elías eða Hákon? Hvor verður í markinu?
Elías Rafn er í samkeppni við Hákon Rafn um markvarðarstöðuna.

„Ég og Hákon erum toppfélagar, svo kemur í ljós hver spilar. Það er ákvörðun sem er undir þjálfaranum komin," sagði Elías í viðtali við Fótbolti.net í vikunni.

Er samband ykkar Hákons aldrei skrýtið á köflum?
„Þetta er auðvitað öðruvísi, þetta er bara ein staða á vellinum. Við styðjum hvorn annan og erum góðir félagar utan vallar. Þetta er þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum.“

   04.09.2025 09:30
Tveir frábærir kostir en hvor þeirra verður í markinu?

   02.09.2025 18:48
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum


Eyða Breyta
11:56
Birkir Bjarna heiðraður fyrir leik á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birkir Bjarnason verður heiðraður fyrir leikinn en hann tilkynnti í vikunni að hann hefði lagt skóna á hilluna.

Birkir er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, lék alls 113 leiki og skoraði 15 mörk. Hann var lykilmaður í gullaldarliði Íslands og lék fyrir Íslands hönd á bæði EM 2016 og HM 2018.

   02.09.2025 21:30
Birkir Bjarnason heiðraður fyrir leikinn á föstudag


Eyða Breyta
11:55
Svona er hópurinn
Daníel Tristan Guðjohnsen, sóknarmaður Malmö, er í hópnum í fyrsta sinn en bróðir hans Andri Lucas er á sínum stað. Þá gæti Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Lech Poznan, spilað sinn fyrsta landsleik.

Leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur. Ísland setur stefnuna á annað sæti í riðlinum og lykilatriði í að ná því markmiði er að vinna Asera á heimavelli. Sigurliðið í riðlinum, sem allir búast við að verði Frakkland, fer beint á HM en liðið sem endar í öðru sæti kemst í umspil.

Arnar Gunnlaugsson tilkynnti landsliðshóp sinn í síðustu viku en tvær breytingar hafa orðið á honum. Hjörtur Hermannsson og Brynjólfur Willumsson hafa verið kallaðir inn þar sem Aron Einar Gunnarsson og Orri Steinn Óskarsson eru meiddir.

Hópurinn
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 7 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir
Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
Logi Tómasson - Samsunspor - 10 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 21 leikur, 1 mark
Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE - 24 leikir
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F. C. - 59 leikir, 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 50 leikir, 3 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 5 leikir
Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan
Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 35 leikir, 4 mörk
Þórir Jóhann Helgason - U. S. Lecce - 19 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 30 leikir, 1 mark
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 22 leikir, 3 mörk
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 41 leikur, 10 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 4 leikir
Willum Þór Willumsson - Birmingham City F. C. - 18 leikir
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 46 leikir, 6 mörk
Mikael Neville Anderson - Djurgårdens IF Fotboll - 33 leikir, 2 mörk
Sævar Atli Magnússon - SK Brann - 6 leikir
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 34 leikir, 9 mörk
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF
Hjörtur Hermannsson (Volos, 29 A-landsleikir, 1 mark)
Brynjólfur Willumsson (Groningen, 2 A-landsleikir, 1 mark)


Eyða Breyta
11:52
Heil og sæl! Leiðin á HM að hefjast!
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Góðan og gleðilegan daginn. Á morgun mætast Aserbaídsjan og Ísland á Laugardalsvelli í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM. Úkraína og Frakkland eru hin lið riðilsins og þau munu mætast á morgun.

Klukkan 12:45 verður fréttamannafundur í Laugardalnum sem við fylgjumst með í beinni lýsingu. Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari og Hákon Arnar Haraldsson sem verður fyrirliði í komandi leikjum svara spurningum fjölmiðlamanna.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner