Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Tielemans tekur við fyrirliðabandinu til frambúðar
Mynd: EPA
Youri Tielemans er nýr fyrirliði belgíska landsliðsins. Þetta staðfesti Rudi Garcia, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi í gær.

Tielemans, sem er á mála hjá Aston Villa, tekur við bandinu af Kevin de Bruyne og Romelu Lukaku sem höfðu skipt hlutverkinu á milli sín síðan Eden Hazard lagði skóna á hilluna.

„Ákvörðunin var einróma hjá bæði leikmönnum og þjálfurum. Hann er tengingin á milli gullkynslóðarinnar og yngri leikmanna liðsins,“ sagi Garcia á fundinum.

Miðjumaðurinn hefur spilað 77 leiki frá því hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2016 og skorað 10 mörk.

Tielemans er 28 ára gamall og mun leiða þjóð sína áfram gegn Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld, sem verður um leið í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast í keppnisleik.

Belgía er í 3. sæti J-riðils með 4 stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir