Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Brann er liðið gerði svekkjandi 2-2 jafntefli við Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Framherjinn kom Brann í 2-0 forystu á tveimur mínútum. Hann skoraði fyrra mark sitt á 67. mínútu og seinna markið úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Brann hins vegar tókst að kasta sigrinum frá sér á síðasta stundarfjórðungi leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan.
Sævar hefur nú skorað sjö mörk frá því hann kom frá Lyngby í sumar og er greinilega að njóta sín vel undir stjórn Freys Alexanderssonar í Noregi. Hann er í íslenska landsliðshópnum sem er að fara að etja kappi við Aserbaídsjan og Frakkland í undankeppni HM.
NTB valdi Sævar Atla í úrvalslið umferðarinnar í norsku úrvalsdeildinni en hér að neðan má sjá mörkin sem hann skoraði á sunnudag.
Framherjinn kom Brann í 2-0 forystu á tveimur mínútum. Hann skoraði fyrra mark sitt á 67. mínútu og seinna markið úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Brann hins vegar tókst að kasta sigrinum frá sér á síðasta stundarfjórðungi leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan.
Sævar hefur nú skorað sjö mörk frá því hann kom frá Lyngby í sumar og er greinilega að njóta sín vel undir stjórn Freys Alexanderssonar í Noregi. Hann er í íslenska landsliðshópnum sem er að fara að etja kappi við Aserbaídsjan og Frakkland í undankeppni HM.
NTB valdi Sævar Atla í úrvalslið umferðarinnar í norsku úrvalsdeildinni en hér að neðan má sjá mörkin sem hann skoraði á sunnudag.
Rundens lag for den 20. serierunden i Eliteserien.
— NTBnifs (@NTBnifs) September 3, 2025
Strømsgodset storspilte hjemme mot Molde og har fått med seg hele fire spillere på laget denne runden. pic.twitter.com/FHB1zzcYYz
Athugasemdir