Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sævar Atli í liði umferðarinnar - Sjáðu mörkin hans
Sævar Atli í leik með Brann.
Sævar Atli í leik með Brann.
Mynd: EPA
Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Brann er liðið gerði svekkjandi 2-2 jafntefli við Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Framherjinn kom Brann í 2-0 forystu á tveimur mínútum. Hann skoraði fyrra mark sitt á 67. mínútu og seinna markið úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Brann hins vegar tókst að kasta sigrinum frá sér á síðasta stundarfjórðungi leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan.

Sævar hefur nú skorað sjö mörk frá því hann kom frá Lyngby í sumar og er greinilega að njóta sín vel undir stjórn Freys Alexanderssonar í Noregi. Hann er í íslenska landsliðshópnum sem er að fara að etja kappi við Aserbaídsjan og Frakkland í undankeppni HM.

NTB valdi Sævar Atla í úrvalslið umferðarinnar í norsku úrvalsdeildinni en hér að neðan má sjá mörkin sem hann skoraði á sunnudag.



Athugasemdir
banner