Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 07:30
Elvar Geir Magnússon
Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn
Powerade
Onana til Sádi-Arabíu?
Onana til Sádi-Arabíu?
Mynd: EPA
Sterling til Sádi-Arabíu?
Sterling til Sádi-Arabíu?
Mynd: EPA
Jota Silva til Sádi-Arabíu?
Jota Silva til Sádi-Arabíu?
Mynd: EPA
Félög í Sádi-Arabíu geta enn keypt leikmenn en glugganum þar verður lokað á miðvikudaginn í næstu viku. Hér er slúðurpakki dagsins í boði Powerade.

Manchester United er tilbúið að hleypa kamerúnska markmanninum Andre Onana (29) til Sádi-Arabíu, því félagaskiptaglugginn er enn opinn þar. (Teamtalk)

Raheem Sterling (30), Axel Disasi (27), og Andrey Santos (21) gætu allir farið frá Chelsea til Sádi-Arabíu áður en glugganum verður lokað þar. (Sport)

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro (33) ákvað að vera áfram hjá Manchester United fremur en að ganga til liðs við Al-Nassr til að eiga betri möguleika á að spila á HM 2026. (Goal)

Tottenham gæti farið í viðræður við Manchester City að nýju í janúar um hollenska varnarmanninn Nathan Ake (30). (Caughtoffside)

Fyrrverandi stjóri Tottenham, Ange Postecoglou, er meðal þeirra sem Bayer Leverkusen skoðar eftir að Erik ten Hag yfirgaf félagið. (Sky Sports Þýskalandi)

Tyrkneska liðið Fenerbahce, sem nýlega rak Jose Mourinho, gæti einnig verið valkostur fyrir Postecoglou (60), sem vann Evrópudeildina með Tottenham í fyrra áður en hann var rekinn. (Fabrizio Romano)

Brasilíski vængmaðurinn Antony (25) segist hafa rætt við Bayern München áður en hann fór frá Manchester United til Real Betis. (El Partidazo)

Arsenal var tilbúið að selja brasilíska vængmanninn Gabriel Martinelli (24) í sumar en verðmiði hans upp á 60 milljónir punda var hindrun fyrir áhugasöm félög. (Mail)

Juventus reyndi lengi að fá franska sóknarmanninn Randal Kolo Muani (26) frá Paris Saint-Germain en Tottenham vann kapphlaupið um leikmanninn. (Gazzetta dello Sport)

Manchester United vill enn styrkja miðjuna, en íþróttastjóri félagsins, Jason Wilcox, segir að það sé ekki í forgangi núna. (Sky Sports)

Arsenal og Barcelona hafa mikinn áhuga á brasilíska varnarmanninum Murillo (23) hjá Nottingham Forest. (Caughtoffside)

Portúgalski framherjinn Jota Silva (26), leikmaður Nottingham Forest, gæti enn farið til Sádi-Arabíu eða Tyrklands eftir að samkomulag við Sporting hrundi á lokadegi félagaskiptagluggans. Félagið Neom SC í Sádi-Arabíu hefur mikinn áhuga á honum. (Talksport)

Nottingham Forest er tilbúið að selja leikmenn eftir erilsaman félagaskiptaglugga þar sem félagið bætti 13 leikmönnum við hópinn. (The Athletic)

Fyrrverandi stjóri Wolves, Gary O'Neil, virðist ekki í flýti að snúa aftur í stjórastöðu, en hann hefur rætt við nokkur félög síðan hann hætti hjá Molineux. (Telegraph)
Athugasemdir