Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 10:15
Kári Snorrason
Salah kemur sínum gömlu liðsfélögum til varnar: „Fagna kaupunum án þess að vanvirða Englandsmeistarana“
Mohamed Salah svarar stuðningsmannasíðunni fullum hálsi.
Mohamed Salah svarar stuðningsmannasíðunni fullum hálsi.
Mynd: EPA
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, brást við færslu stuðningsmannasíðunnar Anfield Edition á X.

Reikningurinn birti mynd af fyrrum leikmönnunum Luis Díaz og Darwin Nunez ásamt nýju leikmönnunum Florian Wirtz og Alexander Isak, með textanum: „Nefnið betri endurnýjun í knattspyrnusögunni.“

Salah svaraði með færslu á X-síðu sinni: „Hvernig væri að fagna frábærum kaupum án þess að sýna Englandsmeisturunum vanvirðingu?“

Svar Salah hefur fengið mikil viðbrögð og hafa yfir 600 þúsund manns líkað við færsluna, samanborið við 11 þúsund á þá upprunalegu frá Anfield Edition.

Darwin Nunez gekk nýverið til liðs við sádi-arabíska félagið Al-Hilal eftir þriggja ára dvöl hjá Englandsmeisturunum.

Þá fór Luis Díaz til Bayern München í byrjun ágústmánaðar, en hann hafði leikið með Liverpool frá janúar 2022.


Athugasemdir
banner