Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, brást við færslu stuðningsmannasíðunnar Anfield Edition á X.
Reikningurinn birti mynd af fyrrum leikmönnunum Luis Díaz og Darwin Nunez ásamt nýju leikmönnunum Florian Wirtz og Alexander Isak, með textanum: „Nefnið betri endurnýjun í knattspyrnusögunni.“
Reikningurinn birti mynd af fyrrum leikmönnunum Luis Díaz og Darwin Nunez ásamt nýju leikmönnunum Florian Wirtz og Alexander Isak, með textanum: „Nefnið betri endurnýjun í knattspyrnusögunni.“
Salah svaraði með færslu á X-síðu sinni: „Hvernig væri að fagna frábærum kaupum án þess að sýna Englandsmeisturunum vanvirðingu?“
Svar Salah hefur fengið mikil viðbrögð og hafa yfir 600 þúsund manns líkað við færsluna, samanborið við 11 þúsund á þá upprunalegu frá Anfield Edition.
Darwin Nunez gekk nýverið til liðs við sádi-arabíska félagið Al-Hilal eftir þriggja ára dvöl hjá Englandsmeisturunum.
Þá fór Luis Díaz til Bayern München í byrjun ágústmánaðar, en hann hafði leikið með Liverpool frá janúar 2022.
How about we celebrate the great signings without disrespecting the PL champions? https://t.co/lRug6oFYCt
— Mohamed Salah (@MoSalah) September 3, 2025
Athugasemdir