Evrópumeistarar Paris Saint-Germain eru allt annað en sáttir við framferði Juventus í viðræðunum um franska sóknarmanninn Randal Kolo Muani.
Kolo Muani var á láni hjá Juventus á síðustu leiktíð og var vilji til þess að framlengja samstarfið, en allt hrundi á síðustu tímum gluggans og fór það svo að Kolo Muani gekk í raðir Tottenham á Englandi.
L'Equipe segir að Juventus og PSG höfðu náð samkomulagi um að fyrrnefnda félagið myndi greiða allt í allt rúmar 30 milljónir punda fyrir lánsdvölina og varanlegu skiptin sem voru plönuð á næsta ári, en að Damien Comolli, yfirmaður fótboltamála hjá Juventus, hafi farið fram á breytingar á samkomulaginu á elleftu stundu.
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, hafi verið vonsvikinn með framferði Comolli og ákveðið að hætta við að senda Kolo Muani til Juventus.
Tottenham fylgdist vel með stöðunni og var tilbúið þegar félagaskipti hans til Juventus fóru í vaskinn.
Kolo Muani hélt til Englands og verður á láni þar út tímabilið, en Juventus tókst nú að sækja framherja í tæka tíð. Lois Openda kom frá Leipzig á láni, en samt allt öðruvísi prófíll en Kolo Muani.
Athugasemdir