Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Portúgalskt undrabarn á leið til Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Portúgalski vængmaðurinn Roger Fernandes er á leið til Al Ittihad frá Braga.

Fernandes er 19 ára gamall og var stimplaður sem undrabarn í Portúgal hér fyrir nokkrum árum.

Chelsea, Nottingham Forest og fleiri klúbbar sóttust eftir því að fá hann undir lok gluggans, en hann hefur ákveðið að taka fremur óvenjulegt skref.

Fabrizio Romano segir hann á leið til Al Ittihad í Sádi-Arabíu og það verði gengið frá samningum á næsta sólarhringnum.

Það er heldur óvenjulegt að leikmenn fari á þessum aldri til Sádi-Arabíu og er í raun hægt að nefna aðeins eitt nafn til þessa er Spánverjinn Gabri Veiga fór frá Celta Vigo til Al Ahli fyrir tveimur árum.

Fernandes á 91 leik og 11 mörk að baki með Braga og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu á síðasta ári.
Athugasemdir
banner