
„Mér líður mjög vel núna. Þetta var virkilega sætt og sýnir hvaða karakter býr í þessu liðin," sagði Ögmundur Kristinsson eftir 3-2 sigurinn á Finnum í kvöld.
„Það eru sigurvegarar í þessum liði. Það er ástæðan fyrir að menn ná árangri. Menn halda áfram þar til að það er flautað til leiksloka og það sýndi sig í dag."
„Það eru sigurvegarar í þessum liði. Það er ástæðan fyrir að menn ná árangri. Menn halda áfram þar til að það er flautað til leiksloka og það sýndi sig í dag."
Ögmundur fékk tækifæri í dag í fjarveru Hannesar Halldórssonar sem er meiddur.
„Það var ekki mikið að gera hjá mér annað en að ná í boltann tvisvar í netið. Annars var ég nokkuð sáttur. Ég á eftir að sjá þetta aftur en þetta var góður skalli og gott skot," sagði Ögmundur sem vonast til að byrja aftur gegn Tyrkjum á sunnudag.
„Ég geri mér vonir um að fá að byrja þar líka en ég þaf að bíða og sjá. Þjálfarinn ákveður þetta," sagði Ögmundur.
Athugasemdir