Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. október 2019 09:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Óánægja á Spáni - Vilja endurtaka leikinn eftir VAR-hneyksli
Leganes hefur ekki byrjað tímabilið vel í spænsku úrvalsdeildinni, í gær tóku þeir á móti Levante sem hafði betur 1-2.

Levante komst yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu, heimamenn voru vægast sagt alls ekki sáttir með vítaspyrnudóminn og vildu meina að brotið hefði átt sér stað fyrir utan teig.

Atvikið var skoðað í VAR og fékk dómarinn í kjölfarið skilaboð um að vítaspyrna væri niðurstaðan.

„Mjög alvarlegir hlutir áttu sér stað í þessum leik, dæmi um það er þegar dæmd er vítaspyrna þegar brotið á sér stað fyrir utan teig," sagði forseti félagsins þegar hann tjáði sig um atvikið. Hann vill að leikurinn verði endurtekinn frá 44. mínútu en það er mínútan í leiknum sem þetta atvik átti sér stað.

Á twitter síðu Leganes voru birtar myndir í gærkvöldi af þessu umrædda atviki, þær má sjá hér að neðan.


Athugasemdir