Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Real Betis fær Miranda frá Barcelona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Real Betis tryggði sér vinstri bakvörðinn Juan Miranda á eins árs lánssamningi frá Barcelona í gærkvöldi.

Miranda er tvítugur og lék tólf leiki á láni hjá Schalke á síðustu leiktíð. Hann á fjóra leiki að baki fyrir aðallið Barcelona og hefur verið lykilmaður í gríðarlega sterkum U19 og U17 landsliðum Spánverja undanfarin ár. Miranda vann EM í báðum aldursflokkum.

Miranda mun veita Alexandre Moreno samkeppni um byrjunarliðssæti í sterku liði Betis. Þar mun hann spila með leikmönnum á borð við Joaquin, Nabil Fekir, Andres Guardado og Sergio Canales.

Betis hefur farið vel af stað á nýju deildartímabili á Spáni og er liðið komið með níu stig eftir fimm umferðir. Markmið liðsins er að berjast um Evrópusæti eftir hörmulegan árangur á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner