Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 06. október 2020 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær himinlifandi: Cavani á mikið inni
Mynd: FIFA
Ole Gunnar Solskjær er hæstánægður með sinn nýja leikmann, úrúgvæska sóknarmanninn Edinson Cavani.

Cavani mun líklega fara beint inn í byrjunarlið Manchester United eftir landsleikjahlé þrátt fyrir að vera 33 ára gamall. Anthony Martial hefur verið að spila sem fremsti maður en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í neyðarlegu 1-6 tapi gegn Tottenham um helgina.

„Edinson Cavani er reynslumikill atvinnumaður í hæsta gæðaflokki sem gefur allt sem hann á fyrir liðið sitt. Hann hefur skorað ótrúlega mikið af mörkum bæði með félagsliðum og landsliðinu og við erum himinlifandi með að hafa krækt í leikmann í hans gæðaflokki," sagði Solskjær.

„Hann kemur inn í félagið með orku, kraft, frábært hugarfar, leiðtogahæfileika og það sem er enn mikilvægara: mörk. Hann hefur átt frábæran feril hingað til og á ennþá mikið inni.

„Þetta er líka kjörið tækifæri fyrir unga leikmenn sem geta lært af einum af markahæstu leikmönnum síðasta áratugs í evrópska boltanum. Edinson veit nákvæmlega hvað þarf til þess að ná árangri, ég bíð eftir frumraun hans með Manchester United fullur tilhlökkunar."


Cavani skoraði 200 mörk í 300 leikjum hjá PSG og hefur gert 50 mörk í 116 leikjum með landsliði Úrúgvæ.
Athugasemdir
banner