Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. október 2022 17:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Arsenal og Bodö: Alfons byrjar á Emirates
Mynd: EPA

Arsenal vann Zurich á útivelli 2-1 í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar en það voru Marquinhos og Eddie Nketiah sem sáu um mörkin þar.


Þeir eru báðir í byrjunarliðinu í kvöld en Mikel Arteta gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum í Lundúnarslagnum gegn Tottenham um helgina.

Aðeins Gabriel,  Granit Xhaka og Gabriel Martinelli halda sæti sínu.

Bodö/Glimt er búið að spila tvo leiki í riðlinum en liðið vann Zurich í síðsutu umferð. Alfons Sampsted er fastamaður í liðinu og það er engin breyting þar á í kvöld. Hann byrjar að er virðist í vinstri bakverði í kvöld.

Arsenal: Turner; Tomiyasu, Holding, Gabriel, Tierney; Vieira, Lokonga, Xhaka; Marquinhos, Nketiah, Martinelli

Bodö/Glimt: Haikin – Alfons, Moe, Lode, Wembangomo – Vetlesen, Berg, Saltnes – Mvuka, Pellegrino – Espejord

Sjá einnig:
Alfons: Draumur að fá að mæta á Emirates með mínum klúbbi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner