Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins
FH hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Eiður Smári Guðjohnsen hafi ákveðið í samráði við félagið að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins.
Sagt er að Eiður Smári ætli að vinna í sínum málum en vonast sé til þess að hann muni snúa aftur til starfa hjá FH í náinni framtíð.
Stjórn FH fundaði um stöðuna í morgun en fjallað hefur verið um að Eiður Smári hafi verið handtekinn vegna ölvunaraksturs í vikunni.
Sigurvin Ólafsson, sem var aðstoðarmaður Eiðs, tekur við þjálfun liðsins. Það stóð ekki í upphaflegri tilkynningu en var svo bætt við.
Eiður, sem er einn besti fótboltamaður sem komið hefur frá Íslandi, tók við FH á nýjan leik í sumar. Eiður var þar áður aðstoðarþjálfari A-landsliðsins en hann var látinn fara frá KSÍ undir lok síðasta árs vegna áfengisneyslu í landsliðsferð.
FH er í harðri fallbaráttu í Bestu deildinni og er í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Liðið á gríðarlega mikilvægan fallbaráttuslag gegn Leikni í Kaplakrika á sunnudaginn.
Sagt er að Eiður Smári ætli að vinna í sínum málum en vonast sé til þess að hann muni snúa aftur til starfa hjá FH í náinni framtíð.
Stjórn FH fundaði um stöðuna í morgun en fjallað hefur verið um að Eiður Smári hafi verið handtekinn vegna ölvunaraksturs í vikunni.
Sigurvin Ólafsson, sem var aðstoðarmaður Eiðs, tekur við þjálfun liðsins. Það stóð ekki í upphaflegri tilkynningu en var svo bætt við.
Eiður, sem er einn besti fótboltamaður sem komið hefur frá Íslandi, tók við FH á nýjan leik í sumar. Eiður var þar áður aðstoðarþjálfari A-landsliðsins en hann var látinn fara frá KSÍ undir lok síðasta árs vegna áfengisneyslu í landsliðsferð.
FH er í harðri fallbaráttu í Bestu deildinni og er í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Liðið á gríðarlega mikilvægan fallbaráttuslag gegn Leikni í Kaplakrika á sunnudaginn.
Yfirlýsing FH:
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum.
Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.
Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins.
Stjórn knattspyrnudeildar FH
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir