Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. október 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak birtir gamla mynd af sér í City treyju eftir leikinn í gær
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn ungi Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar þegar liðið mætti Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Þetta var afar erfiður leikur fyrir FCK en þeir áttu ekki möguleika gegn ótrúlega sterku liði City.

„Erfiður leikur gegn líklega besta liði í heimi þessa stundina," skrifar Ísak Bergmann við færslu á Instagram í morgunsárið.

„Við gáfum allt í þetta og stuðningsfólkið var stórkostlegt. Ég var mættur aftur á staðinn þar sem þetta byrjaði allt," skrifar Skagamaðurinn jafnframt.

Með færslunni birtir hann gamla mynd af sér í Man City búningi, en Ísak ólst upp í Englandi þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir hans, lék fótbolta þar í landi þegar Ísak var að alast upp. Ísak var á sínum tíma í akademíu City.

Þó Ísak sé þarna í Man City treyju, þá heldur hann með erkifjendum þeirra í Manchester United.



Athugasemdir
banner
banner
banner