Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fös 06. október 2023 22:54
Sölvi Haraldsson
Gulli Gull stoltur eftir leik: Ég er búinn að skila mínu starfi hérna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mjög mikilvægt og mikill léttir. Ég vil byrja á því að óska Valsfólki til hamingju með Íslandsmeistara titilinn. Lang bestar. Annars er ég mjög stoltur af okkur. Mjög stoltur af stelpunum og öllu fólkinu sem gerðu þetta með mér. Þetta var erfitt í byrjun og hálf brotið en stelpurnar fá stórt hrós frá mér.“ sagði Gunnleifur Gunleifsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á Íslandsmeistaraliði Vals. Með sigrinum tryggði Breiðablik sér í Evrópusæti.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

Þegar Gunnleifur tekur við liðinu var gengið ekki búið að vera gott og Íslandsmeistaratitillinn orðinn fjarlægur. Var markmiðið að ná þessu Evrópusæti eftir að Gunnleifur tekur við?

Persónulega hugsaði ég ekki þannig. Ég er bara einfaldur maður og allan minn feril hugsa ég bara um næsta leik. Það hefur virkað ágætlega fyrir mig. Síðan endar það með þessu að við þurfum að vinna lang besta liðið á landinu til að tryggja okkur Evrópusæti. Frábær endir.“

Leikurinn var leikur tveggja hálfleika en Valskonur voru mun betri til að byrja með en síðan gerðist eitthvað hjá Breiðablik í seinni hálfleik. 

Við sluppum í fyrri hálfleik. Þótt varnarleikurinn hafi verið góður þá sköpum við okkur ekki mikið af færum. Í hálfleik ræddum við það að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu í seinni hálfleik. 'Give it a go´. Við þurftum að þora að halda í boltann og pressa hærra upp á völlinn.“

Gunnleifur bætir því síðan við að það hafi verið samvinnan og vinnusemin sem hafi skilað þessum sigri í kvöld. Hann talar um það að stelpurnar séu með grænt risastórt hjarta.

Með sigrinum í kvöld er ljóst að Breiðablik náði að landa Evrópusætinu sem hlýtur að vera mikið ánægjuefni í Kópavoginum.

Bara frábært. Meistaradeildin sko! Þetta er bara geggjað. Þessar stelpur eiga þetta bara skilið.

Það hefur mikið verið rætt og ritað um það hvort Gunnleifur haldi áfram með Blikana á næsta ári en hann telur sig vera í góðri stöðu í félaginu.

Ég er í rosa fínni stöðu í félaginu. Ég er alltaf niður í Smára. Ég er að þjálfa 2. flokk karla, 6. flokk karla, 8. flokk karla, marga markmenn og er að skipta mér af öllu þarna, óþolandi. Þannig ég er bara í flottri stöðu.

Ég er búinn að skila mínu starfi hérna (meistaraflokki kvenna). Með Óla og Kjartani sem voru frábærir. Svo ætla ég bara að fara að þjálfa 8. flokkinn klukkan níu í fyrramálið.

Langar Gulla að halda áfram með meistaraflokk kvenna?

Kannski einhverntímann.“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á Hlíðarenda í dag sem tryggði Blikum Evrópusæti.


Athugasemdir
banner