Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fös 06. október 2023 22:54
Sölvi Haraldsson
Gulli Gull stoltur eftir leik: Ég er búinn að skila mínu starfi hérna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mjög mikilvægt og mikill léttir. Ég vil byrja á því að óska Valsfólki til hamingju með Íslandsmeistara titilinn. Lang bestar. Annars er ég mjög stoltur af okkur. Mjög stoltur af stelpunum og öllu fólkinu sem gerðu þetta með mér. Þetta var erfitt í byrjun og hálf brotið en stelpurnar fá stórt hrós frá mér.“ sagði Gunnleifur Gunleifsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á Íslandsmeistaraliði Vals. Með sigrinum tryggði Breiðablik sér í Evrópusæti.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

Þegar Gunnleifur tekur við liðinu var gengið ekki búið að vera gott og Íslandsmeistaratitillinn orðinn fjarlægur. Var markmiðið að ná þessu Evrópusæti eftir að Gunnleifur tekur við?

Persónulega hugsaði ég ekki þannig. Ég er bara einfaldur maður og allan minn feril hugsa ég bara um næsta leik. Það hefur virkað ágætlega fyrir mig. Síðan endar það með þessu að við þurfum að vinna lang besta liðið á landinu til að tryggja okkur Evrópusæti. Frábær endir.“

Leikurinn var leikur tveggja hálfleika en Valskonur voru mun betri til að byrja með en síðan gerðist eitthvað hjá Breiðablik í seinni hálfleik. 

Við sluppum í fyrri hálfleik. Þótt varnarleikurinn hafi verið góður þá sköpum við okkur ekki mikið af færum. Í hálfleik ræddum við það að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu í seinni hálfleik. 'Give it a go´. Við þurftum að þora að halda í boltann og pressa hærra upp á völlinn.“

Gunnleifur bætir því síðan við að það hafi verið samvinnan og vinnusemin sem hafi skilað þessum sigri í kvöld. Hann talar um það að stelpurnar séu með grænt risastórt hjarta.

Með sigrinum í kvöld er ljóst að Breiðablik náði að landa Evrópusætinu sem hlýtur að vera mikið ánægjuefni í Kópavoginum.

Bara frábært. Meistaradeildin sko! Þetta er bara geggjað. Þessar stelpur eiga þetta bara skilið.

Það hefur mikið verið rætt og ritað um það hvort Gunnleifur haldi áfram með Blikana á næsta ári en hann telur sig vera í góðri stöðu í félaginu.

Ég er í rosa fínni stöðu í félaginu. Ég er alltaf niður í Smára. Ég er að þjálfa 2. flokk karla, 6. flokk karla, 8. flokk karla, marga markmenn og er að skipta mér af öllu þarna, óþolandi. Þannig ég er bara í flottri stöðu.

Ég er búinn að skila mínu starfi hérna (meistaraflokki kvenna). Með Óla og Kjartani sem voru frábærir. Svo ætla ég bara að fara að þjálfa 8. flokkinn klukkan níu í fyrramálið.

Langar Gulla að halda áfram með meistaraflokk kvenna?

Kannski einhverntímann.“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á Hlíðarenda í dag sem tryggði Blikum Evrópusæti.


Athugasemdir
banner
banner