Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 06. október 2024 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Evans maður leiksins - Markverðir í aðalhlutverkum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir tvo fyrstu leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Aston Villa og Chelsea áttu heimaleiki gegn Manchester United og Nottingham Forest.

Miðvörðurinn þaulreyndi Jonny Evans var besti maður vallarins í markalausu jafntefli í Birmingham, þar sem Aston Villa og Man Utd áttust við í tíðindalitlum slag.

Evans fær 8 fyrir sinn þátt í jafnteflinu og er eini leikmaður vallarins sem fær svo háa einkunn.

Robert Sánchez markvörður Chelsea var þá besti leikmaðurinn á Stamford Bridge í 1-1 jafntefli gegn Nottingham Forest. Hann fær 9 í einkunn fyrir frábærar markvörslur, alveg eins og Matz Sels markvörður Forest sem fær sömu einkunn.

Nicolas Jackson og James Ward-Prowse voru verstu menn vallarins með 5 í einkunn. Jackson klúðraði góðum færum á meðan Ward-Prowse lét reka sig af velli fyrir afar klaufaleg mistök.

Að lokum var Kaoru Mitoma besti maður vallarins er Brighton vann magnaðan endurkomusigur gegn Tottenham. Mitoma lagði tvö mörk upp í 3-2 sigri.

Aston Villa: Martinez (7), Cash (7), Konsa (6), Pau (7), Digne (7), Philogene (6), Barkley (6), Tielemans (7), Bailey (6), Rogers (6), Watkins (6).
Varamenn: Carlos (6), Duran (6), Maatsen (6).

Man Utd: Onana (7), Mazraoui (6), Maguire (7), Evans (8), Dalot (7), Mainoo (7), Eriksen (7), Fernandes (6), Garnacho (6), Rashford (6), Hojlund (6).
Varamenn: De Ligt (7), Lindelof (6), Zirkzee (6), Antony (6), Casemiro (6).



Chelsea: Sanchez (9), Cucurella (7), Gusto (7), Fofana (6), Colwill (7), Caicedo (6), Fernandez (6), Madueke (7), Palmer (6), Sancho (6), Jackson (5).
Varamenn: Felix (5), Nkunku (6).

Nott Forest: Sels (9), Murillo (8), Moreno (6), Aina (7), Milenkovic (8), Yates (7), Ward-Prowse (5), Anderson (7), Hudson-Odoi (6), Gibbs-White (7), Wood (7).
Varamenn: Williams (6), Jota (6)



Brighton: Verbruggen (5); Veltman (6), Igor (6), Dunk (6), Kadioglu (5); Baleba (6), Hinshelwood (6); Minteh (7), Rutter (7), Mitoma (8); Welbeck (7).
Varamenn: Estupinan (6), Enciso (6), Wieffer (6)

Tottenham: Vicario (6); Porro (6), Romero (5), Van de Ven (6), Udogie (5); Bentancur (5), Kulusevski (6), Maddison (6); Johnson (6), Solanke (6), Werner (5).
Varamenn: Bissouma (6), Sarr (6).
Athugasemdir
banner
banner