Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, var allt annað en sáttur eftir tap liðsins gegn Liverpool í gær.
Hann sagði að Marc Guehi hafi átt að fá vítaspyrnu þegar Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, reif hann niður í teignum í seinni hálfleik.
„Þetta er augljóst víti. Hann heldur honum með báðum höndum og hann hefur ekki tækifæri á að ná boltanum. Ef þetta er innan teigs er þetta víti, ef sama brotið væri annars staðar á vellinum væri þetta brot," sagði Glasner.
Liverpool vann leikinn 1-0 en Diogo Jota skoraði eina markið snemma leiks.
Crystal Palace's potential penalty shout as VVD grabs Guehi's arm 71'
byu/Chiswell123 insoccer
Athugasemdir