Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 06. nóvember 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Zidane segist vilja halda Bale: Getið ekki logið upp á mig
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir það bull og vitleysu að hann vilji losna við Gareth Bale.

Sky Sports sagði frá því fyrr í vikunni að Real væri að undirbúa tilboð til Manchester City, tilboð sem myndi hljóða þannig að Real borgaði 70 milljónir punda og Bale fyrir Raheem Sterling.

Bale hefur einnig verið orðaður við kínverska félagið Shanghai Shenhua, en hann var ekki fjarri því að fara til Kína síðasta sumar.

Í júlí sagðist Zidane vonast til að Bale færi fljótlega frá félaginu, en núna segist hann ekki vilja missa Walesverjann.

Sjá einnig:
Zidane vill Bale burt: Ekkert á móti honum persónulega

„Það segja allir að ég vilji ekki hafa Bale hérna. Það er bull," sagði Zidane.

„Fólk getur talað um mig, um það sem ég geri, en það getur enginn logið upp á mig."

„Ég hef aldrei átt nein vandamál gagnvart Bale. Svona er staðan: Hann er hérna og ég er mjög ánægður með það vegna þess að hann er mjög góður."

„Ég vil að Gareth verði hérna út tímabilið. Það er á hreinu."

Real Madrid mætir Galatasaray í Meistaradeildinni í dag og verður Bale ekki með vegna meiðsla. Bale hefur ekki spilað fyrir Real Madrid síðan Wales gerði 1-1 jafntefli gegn Króatíu í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner