Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 06. nóvember 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marinó Axel áfram í Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marinó Axel Helgason er búinn að skrifa undir nýjan samning við Grindavík sem gildir út næstu tvö keppnistímabil, eða til 2022.

Marinó er uppalinn Grindvíkingur og á 88 leiki að baki fyrir félagið. Hann er fæddur 1997 og leikur sem hægri bakvörður.

Marinó lék 12 leiki í Lengjudeildinni í ár er Grindavík endaði í fjórða sæti, tíu stigum frá toppbaráttunni en með leik til góða.

„Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að einn af lykilmönnum liðsins hafi ákveðið að vera áfram hjá liðinu og taka slaginn í Lengjudeildinni á næstu leiktíð," segir í færslu Grindavíkur.

„Markmiðið er sannarlega að vera í toppbaráttunni á næstu leiktíð og berjast við að komast upp í efstu deild. Áframhaldandi vera Marinós hjá Grindavík er því mikið fagnaðarefni!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner