Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mið 06. nóvember 2024 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra og Cecilía áfram í 8-liða úrslit
Cecilía Rán er að gera vel með Inter
Cecilía Rán er að gera vel með Inter
Mynd: Inter
Landsliðskonurnar Alexandra Jóhannsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar komnar áfram í 8-liða úrslit ítalska bikarsins.

Alexandra, sem er á mála hjá Fiorentina, var ekki með liðinu í 1-0 sigri á Arezzo í dag.

Þetta var þriðji leikurinn sem Alexandra missir af með Flórensarliðinu.

Liðið vann nauman sigur á Arezzo og er því komið áfram í 8-liða úrslit.

Cecilía Rán var á meðan í marki Inter sem lagði Parma að velli, 5-2, eftir framlengingu.

Inter var 2-1 undir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en þá jafnaði Michela Cambiaghi. Þær Cambiaghi, Ghoutia Karchouni og Lina Magull gerðu út um leikinn í framlengingu og skutu þannig Inter áfram í 8-liða úrslit.

Inter mætir Sassuolo á meðan Fiorentina spilar við AC Milan. Í 8-liða úrslitunum eru tveggja leikja rimmur en þeir leikir verða spilaðir í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner