Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. nóvember 2024 18:21
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Malmö tapaði í Tyrklandi
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Besiktas 2 - 1 Malmo FF
1-0 Ernest Muci ('76 )
2-0 Semih Kilicsoy ('85 )
2-1 Soren Rieks ('90 )

Sænsku deildarmeistararnir í Malmö töpuðu fyrir Besiktas, 2-1, í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í Istanbúl í dag.

Tyrkirnir höfðu skorað í sjö leikjum í röð í öllum keppnum en það var töluverð bið eftir fyrsta marki leiksins.

Ernes Muci gerði það á 76. mínútu eftir fyrirgjöf Jonas Svensson áður en Semih Kilicsoy skoraði með góðu skoti úr þröngu færi aðeins níu mínútum síðar.

Sören Rieks tókst að minnka muninn fyrir Malmö en það kom allt of seint og lokatölur 2-1.

Besiktas er með 6 stig eftir fjóra leiki en Malmö aðeins 3 stig.

Daníel Tristan Guðjohnsen var á bekknum hjá Malmö en kom ekkert við sögu.
Athugasemdir
banner
banner
banner