Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. nóvember 2024 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Fyrsta tap Arsenal kom í Mílanó - Barcelona heldur áfram að raða inn mörkum
Hakan Calhanoglu skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu
Hakan Calhanoglu skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard spilaði sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði
Martin Ödegaard spilaði sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski og Raphinha áttu stórleik með Barcelona
Robert Lewandowski og Raphinha áttu stórleik með Barcelona
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði fyrsta leik sínum í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið heimsótti Inter í Mílanó og þá skoraði Barcelona fimm mörkum í annað sinn á þessu tímabili.

Inter hafði betur gegn Arsenal, 1-0, á Giuseppe Meazza-leikvanginum í Mílanó, en þrátt fyrir þónokkra yfirburði Arsenal þá tókst heimamönnum að landa sigrinum.

Leikurinn byrjaði með látum. Denzel Dumfries átti skot í þverslá á fyrstu mínútu og þá átti Hakan Calhanoglu skot framhjá stuttu síðar.

Dumfries var að skapa alls konar usla á hægri vængnum áður en Arsenal tók við sér. Mikel Merino kom sér í ágætis skallafæri en Yann Sommer kýldi hann í andlitið í loftinu og var hreinlega stálheppinn að fá ekki á sig vítaspyrnu.

Undir lok hálfleiksins fékk Merino hins vegar á sig vítaspyrnu þegar hann handlék boltann eftir aukaspyrnu Inter og var það Calhanoglu sem fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Arsenal kom inn í síðari hálfleikinn með ákefð og áræðni. Yann Sommer varði vel í markinu og þá bjargaði Dumfries á línu frá Gabriel eftir hornspyrnu.

Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að troða inn jöfnunarmarki á lokamínútunum en fundu ekki leiðina framhjá Sommer. Ítalíumeistaranir unnu því nauman 1-0 sigur og eru nú í 5. sæti með 10 stig en Arsenal í 12, sæti með 7 stig.

Atlético Madríd vann dramatískan 2-1 sigur á Paris Saint-Germain í París.

Warren Zaire-Emery kom PSG yfir á 14. mínútu en bakvörðurinn Nahuel Molina jafnaði fjórum mínútum síðar. Varamaðurinn Angel Correa gerði sigurmark Atlético þegar rúmar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og stálu sigrinum.

Atlético er með 6 stig í 23. sæti en PSG í 25. sæti með 4 stig. Eins og staðan er núna er PSG ekki á leið áfram.

Ademola Lookman og Nicolo Zaniolo skoruðu mörk Atalanta í 2-0 sigri liðsins á Stuttgart og þá vann Brest 2-1 sigur á Spörtu Prag. Brest hefur komið verulega á óvart í ár en liðið er með 10 stig í 4. sæti deildarinnar.

Barcelona heldur áfram að raða inn mörkum undir stjórn Hansi Flick en liðið vann þægilegan 5-2 sigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu.

Robert Lewandowski skoraði tvö mörk og þá gerði Raphinha eitt mark og lagði upp tvö. Inigo Martinez og Fermin Lopez komust einnig á blað hjá Börsungum sem eru með 9 stig í 6. sæti.

RB Salzburg lagði Feyenoord að velli, 3-1. Hinn 20 ára gamli Karim Konate skoraði tvö og þá gerði annar Afríkumaður, Daouda Guindo, eitt mark.

Jamal Musiala gerði þá eina mark Bayern München í 1-0 sigrinum á Benfica. Markið gerði hann á 67. mínútu eftir stoðsendingu frá Harry Kane.

Bayern er komið með 6 stig og situr nú í 17. sæti en Benfica í 19. sæti með jafnmörg stig.

Crvena Zvezda 2 - 5 Barcelona
0-1 Inigo Martinez ('13 )
1-1 Silas ('27 )
1-2 Robert Lewandowski ('43 )
1-3 Robert Lewandowski ('53 )
1-4 Raphinha ('55 )
1-5 Fermin Lopez ('76 )
2-5 Felicio Milson ('84 )

Bayern 1 - 0 Benfica
1-0 Jamal Musiala ('67 )

Feyenoord 1 - 3 Salzburg
0-1 Karim Konate ('45 )
0-2 Karim Konate ('58 )
1-2 Anis Hadj Moussa ('81 )
1-2 Karim Konate ('85 , Misnotað víti)
1-3 Daouda Guindo ('86 )
Rautt spjald: Chris-Kevin Nadje, Feyenoord ('80)

Inter 1 - 0 Arsenal
1-0 Hakan Calhanoglu ('45 , víti)

Paris Saint Germain 1 - 2 Atletico Madrid
1-0 Warren Zaire Emery ('14 )
1-1 Nahuel Molina ('18 )
1-2 Angel Correa ('90 )

Sparta Praha 1 - 2 Brest
0-1 Edimilson Fernandes ('37 )
0-2 Kaan Kairinen ('80 , sjálfsmark)
1-2 Victor Olatunji ('90 )

Stuttgart 0 - 2 Atalanta
0-1 Ademola Lookman ('51 )
0-2 Nicolo Zaniolo ('88 )
Athugasemdir
banner
banner