Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   mið 06. nóvember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það eru forréttindi að fá að starfa með honum"
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur átti magnað tímabil.
Höskuldur átti magnað tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru forréttindi," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, aðspurður að því hvernig væri að þjálfa Höskuld Gunnlaugsson.

Höskuldur, sem er fyrirliði Breiðabliks, var valinn leikmaður ársins hér á Fótbolta.net þar sem hann átti stórkostlegt tímabil. Góðar líkur eru á því að hann hefði orðið leikmaður ársins jafnvel þó svo að Blikar hefðu ekki orðið meistarar.

Í gegnum allt mótið var hann frábær og dalaði aldrei. Alls ellefu sinnum í Sterkasta liði umferðarinnar hér á Fótbolta.net sem er stórkostlegt afrek.

„Hann er geggjaður leikmaður og frábær karakter, mikill hugsuður og pælari. Hann hefur ofboðslega góða nærveru og er mikill Bliki. Frábær leiðtogi. Það eru forréttindi að fá að starfa með honum," sagði Halldór.

Höskuldur er frábær persónuleiki og er fyrirmynd innan sem utan vallar.

„Hann er ofboðslega vandaður og vel uppalinn drengur. Hann er frábær talsmaður og fyrirmynd okkar Blika út á við."

Ótrúlega fjölhæfur leikmaður
Höskuldur var fyrr á ferlinum kantmaður, fór svo í bakvörðinn en er núna kominn inn á miðjuna. Hann er gríðarlega fjölhæfur og gáfaður leikmaður.

„Hann fer í þessa bakvarðarstöðu 2021 en það myndu einhverjir deila um hvort hann hafi verið bakvörður eða miðjumaður út frá því hvernig hann spilaði stöðuna. Hann gerði það stórkostlega."

„Í gegnum síðustu ár hefur hann farið á milli þess að vera bakvörður og miðjumaður. Það var ljóst þegar líða fór á mótið núna að við þyrftum leiðtogahæfnina, orkuna og gæðin í honum inn á miðjunni. Það kæmi mér á óvart ef hann færi aftur í bakvörðinn," segir Halldór.

„Hann er mjög fjölhæfur, í ofboðslega góði formi og með mikla hlaupagetu. Ofan á það er hann líka frábær í fótbolta og með gríðarlega góðan leikskilning."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Halldór í spilaranum hér að neðan.
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
Athugasemdir
banner
banner